Sumarhúsalóðir í Grímsnesi - Staðsetning


Loftmynd af svæðinu

Mynd af staðsetningu

Lóðirnar eru frábærlega staðsettar hvað varðar afþreyingu og útivist. Lóðirnar eru í innan við klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Stutt er á Þingvelli, Gullfoss og Geysi. Fyrir þá sem stunda golf er þetta paradís því að það eru tveir 18 holu vellir skammt undan og einn 9 holu völlur rétt hjá. Sundlaugar er að finna á Selfossi og Borg í Grímsnesi. Veiðistaðir eru einnig innan seilingar og má þar nefna Sogið, Þingvallavatn og Úlfljótsvatn.

Eins og sjá má á myndum þá er útsýni yfir Sogið og kvöldsólin nýtur sín til fulls á þessum lóðum.